Færsluflokkur: Bloggar

Skráði mömmu á vitlausri kennitölu og Indefence samþykkt

Á leiðinni úr sundi í morgun hlustaði ég á Morgunvaktina, Erlu og Frey ræða við Indefenceherrana Jóhannes og Eirík. Meðal þess sem kom fram er að þessi undirskriftasöfnun sé pottþétt, nöfnin séu keyrð saman við þjóðskrá sem leiddi til þess að nokkurhundruð nöfn hafi verið strikuð út. Þegar heim kom fór ég á Indefencesíðuna og kaus þar í nafni móður minnar, á vitlausri kennitölu og með mitt netfang (María Eðvarðsdóttir, 190225 3309). Það sama gerði ég við nafn eiginmanns míns (Sturla Þórðarson, 141146 4400). Að þessu loknu gáði ég á fjöldatöluna sem kemur fram á forsíðunni og hún hafði á þessum mínútum hækkað úr 34871 í 34873. Síðan athugaði ég skráninguna, báðar þessar vitlausu kennitölur voru á skrá.

Það hefur legið ljóst fyrir að það er eitthvað dularfullt við þessa undirskriftarsöfnun og mér finnst lágmarkskrafa til útvarpsmanna og annarra fjölmiðla að upplýsa málið a.m.k. þegar forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar koma í áróðursviðtöl. Ég ætla líka að senda forsetanum þessar upplýsingar svo að hann um leið og hann tekur á móti þessum svokölluðu undirskriftum, geri einhverjar kröfum um áreiðanleika þeirra.

Ég hef nú skrifað forsetanum, Morgunvaktinni og Bylgjunni um þetta og beiðið þessa aðila um að athuga áreiðanleika þessarar undirskriftasöfnunar. 

Núna áðan leit ég á lista yfir 100 síðustu undirskriftir á Indefence-síðunni og viti menn mamma mín María og Sturla maðurinn minn eru þar bæði tilgreind. 


mbl.is Fyrst þyrfti löggjöf um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband