Skráði mömmu á vitlausri kennitölu og Indefence samþykkt

Á leiðinni úr sundi í morgun hlustaði ég á Morgunvaktina, Erlu og Frey ræða við Indefenceherrana Jóhannes og Eirík. Meðal þess sem kom fram er að þessi undirskriftasöfnun sé pottþétt, nöfnin séu keyrð saman við þjóðskrá sem leiddi til þess að nokkurhundruð nöfn hafi verið strikuð út. Þegar heim kom fór ég á Indefencesíðuna og kaus þar í nafni móður minnar, á vitlausri kennitölu og með mitt netfang (María Eðvarðsdóttir, 190225 3309). Það sama gerði ég við nafn eiginmanns míns (Sturla Þórðarson, 141146 4400). Að þessu loknu gáði ég á fjöldatöluna sem kemur fram á forsíðunni og hún hafði á þessum mínútum hækkað úr 34871 í 34873. Síðan athugaði ég skráninguna, báðar þessar vitlausu kennitölur voru á skrá.

Það hefur legið ljóst fyrir að það er eitthvað dularfullt við þessa undirskriftarsöfnun og mér finnst lágmarkskrafa til útvarpsmanna og annarra fjölmiðla að upplýsa málið a.m.k. þegar forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar koma í áróðursviðtöl. Ég ætla líka að senda forsetanum þessar upplýsingar svo að hann um leið og hann tekur á móti þessum svokölluðu undirskriftum, geri einhverjar kröfum um áreiðanleika þeirra.

Ég hef nú skrifað forsetanum, Morgunvaktinni og Bylgjunni um þetta og beiðið þessa aðila um að athuga áreiðanleika þessarar undirskriftasöfnunar. 

Núna áðan leit ég á lista yfir 100 síðustu undirskriftir á Indefence-síðunni og viti menn mamma mín María og Sturla maðurinn minn eru þar bæði tilgreind. 


mbl.is Fyrst þyrfti löggjöf um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Reglulega er farið yfir þessar skráningar og allt sem kemur ekki heim við Þjóðskrá er tekið út. Málið er að ef þú er að skrá ykkur til alvöru sem ég vona,  þá gætir þú þurft að skrá ykkur aftur rétt inn, svo það haldist eftir sem rétt skráðir einstaklingar. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Akkúrat ég held að þú´sért nú heldur fljót á þér Unnur mín, en einhvern veginn finnst mér eins og þig langi til að borga Icesafe skuldina er það rétt hjá mér .

kv Bláskjár

Eyjólfur G Svavarsson, 29.12.2009 kl. 17:49

3 identicon

Sæl Unnur

Þú hefur ekki alveg kynnt þér hvernig þetta virkar hjá okkur.

Þetta hefur þó verið marg útskýrt í fjölmiðlum.  Netsíðan tékkar ekki sjálfkrafa á réttri eða rangri kennitölu.  Þess vegna bætist allt við listann á síðunni jafn óðum og fjöldatalan hækkar.

Það sem við gerum, og höfum gert nú þegar, er að taka allan listann úr gagnagrunninum og keyra hann saman við þjóðskrá sérstaklega.  Það er gert hjá óháðum þriðja aðila og við fáum svo réttan lista með þeim skráningum sem koma að fullu og öllu rétt heim og saman við þjóðskrá.  

Rangar skráningar falla þá út og réttur fjöldi er settur á þann lista sem verður skilað til forseta Íslands. Fjöldatalan á þeim lista, rétta listanum er nú 33.510 undirskriftir. 

Enn á eftir að keyra um eitt þúsund undirskriftir saman við þjóðskrá, þar á meðal röngu skráningarnar sem þú settir inn sem munu þá detta út af listanum og fjöldatalan fækkar þá augljóslega um tvo.

Ef þú varst að hlusta í morgun þá hefðir þú átt að taka eftir því að ég sagði að af þessum 35 þúsund skráningum á síðunni væri búið að sannreyna rúmlega 33 þúsund undirskriftir með samkeyrslu við þjóðskrá. Ég bendi þér á að hlusta aftur á viðtalið hér: http://dagskra.ruv.is/ras2/4473727/2009/12/29/

Þau María og Sturla hafa nú að sjálfsögðu  verið fjarlægð þar sem þau eru rangar skráningar, og fjöldatalan hefur því lækkað um tvo.

 Ef þú vilt ræða þetta eitthvað frekar eða fá meiri upplýsingar um það hvernig við vinnum þetta er þér velkomið að hringja í mig Unnur ;-)  síminn er 664-8334.

kveðja,

Jóhannes Þ. Skúlason

Jóhannes Þ. Skúlason (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband